Samtök lánþega
Samtök lánþega voru stofnuð 2009, og eru ein þeirra grasrótarsamtaka sem stofnuð voru í kjölfar bankahrunsins 2008. Markmið samtakanna er að berjast fyrir hagsmunum lánþega og aðstoða þá við að takast á við þær byrðar heimili landsins tóku á sig í formi hærri lána vegna hruns fjármálakerfisins og gjaldmiðilsins í kjölfar bankahrunsins.
Markmiði sínu ætla samtökin að ná með því að beita fjármálastofnanir þrýstingi, meðal annars með með því að hvetja fólk til aðgerða gegn fjármálastofnunum í formi greiðslufalls og jafnframt með fjöldaþátttöku í hópmálsókn. Samtökin leggja áherslu á samstöðu félagsmanna og að allir þeir sem standi að aðgerðum geri það af fúsum og frjálsum vilja.
Samtök lánþega urðu árið 2013 upphafið að stofnun Procura sem Guðmundur Andri stofnaði.
Stofnandi samtakanna er Guðmundur Andri Skúlason.