Samstarfssamningur um einkaleyfi
Samstarfssamningur um einkaleyfi er alþjóðasamningur um einkaleyfi saminn árið 1970. Samningurinn fjallar um alþjóðlegar umsóknir um einkaleyfi. Samkvæmt samningnum getur aðili sent alþjóðlega staðlaða umsókn um einkaleyfi til einkaleyfastofu í einu landi, umsóknin er tekin fyrir af alþjóðleglegri stofnun sem metur einkaleyfishæfi áður en viðkomandi einkaleyfastofa veitir einkaleyfið. Samningurinn skapaði samræmt og staðlað umsóknarferli fyrir einkaleyfi. Einkaleyfið sjálft fær þó ekki alþjóðlegt gildi við þetta og einkaleyfishafi verður áfram að skrá einkaleyfið í öllum löndum þar sem hann vill að leyfið hafi gildi.
Alþjóða hugverkastofnunin sér um rekstur samningsins og kerfisins sem hann skapar. Stofnunin gefur umsóknina út í sérstöku fréttabréfi 18 mánuðum eftir að hún var lögð fram.