Samningsbundið nám
Samningsbundið nám eða lærlinganám er kerfi til að þjálfa nýliða í ákveðinni færni. Margar starfsgreinar í handverki og iðnaði byggja á slíku kerfi og er það oft skipulagt langtíma starfsnám þar sem skiptist á starf á vinnustað og nám í skóla eða fræðslumiðstöð.