Samlagsaðild
Samlagsaðild í lögfræði er aðild að dómsmáli er felur í sér að tveir eða fleiri aðilar séu sóknarmegin og/eða varnarmeginn. Dómkröfur lagðar fram í slíku máli þurfa að jafnaði að eiga rætur að rekja til sama atviks, aðstöðu eða löggernings, ásamt því að vera nógu sjálfstæðar að mögulegt væri að leiða hverja og eina þeirra til lyktar í sér dómsmáli ef þörf krefði.