Samfélagsleg nýsköpun
Samfélagsleg nýsköpun er nýsköpun sem gengur út á að breyta vinnulagi þannig að það henti betur samfélagslegum þörfum og bæti aðstæður svo sem vinnuumhverfi, menntun, samfélagsþróun eða heilsu. Það eru margs konar skilgreiningar á hvað fellur undir samfélagslega nýsköpun. Samfélagsleg nýsköpun notar félagsleg ferli í nýsköpun svo sem aðferðir og tækni opins hugbúnaðar og sjálfboðaliða, örlán og fjarnám.
Fræðimenn (Murray, 2010) hafa skilgreint sex þrep samfélagslegrar nýsköpunar 1) innblástur eða vísbending um svar við spurningu um hvers vegna nýsköpun sé mikilvæg 2) setja fram hugmyndir og tillögur 3) búa til frumgerðir/líkön til að prófa hugmyndir í verki 4) sjálfbærni - hvort frumgerðir muni virka til lengdar og bera sig 5) skölun upp þegar samfélagleg nýsköpun breiðist út og þynnist 6) kerfisbreyting en það er hið endanlega markmið.[1]
Tenglar
breytaTilvísanir
breyta- ↑ Solis-Navarrete, José Alberto; Bucio-Mendoza, Saray; Paneque-Gálvez, Jaime (1. desember 2021). „What is not social innovation“. Technological Forecasting and Social Change (enska). 173: 121190. doi:10.1016/j.techfore.2021.121190. ISSN 0040-1625.