Pónik og Einar Júlíusson (1967)

(Endurbeint frá STEF 003)

Pónik og Einar Júlíusson er 45-snúninga hljómplata gefin út af Tónaútgáfunni árið 1967. Á henni flytja Pónik og Einar Júlíusson fjögur lög. Platan er hljóðrituð í mono. Ljósmyndina tók Ljósmyndastofa Páls. Prentun umslags: Valprent hf. Akureyri.

Pónik og Einar Júlíusson
Bakhlið
STEF 003
FlytjandiEinar Júlíusson
Gefin út1967
StefnaDægurlög
ÚtgefandiTónaútgáfan

Lagalisti

breyta
  1. Herra minn trúr - Lag - texti: Magnús Eiríksson
  2. Ástfanginn - Lag - texti: Magnús Eiríksson
  3. Viltu dansa - Lag - texti: Magnús Eiríksson
  4. Léttur í lundu - Lag - texti: Karl Hermannsson

Textabrot af bakhlið plötuumslags

breyta
 
Pónik og Einar Júlíusson þarf víst ekki að kynna, enda hafa þeir um nokkur undanfarin ár verið ein vinsælasta hljómsveit unga fólksins hér á landi. Lögin á þessari plötu voru hljóðrituð í London í október 1966 á vegum UF Útgáfunnar. Af óviðráðanlegum ástæðum kom þó platan ekki út fyrr en nú, og þá hjá Tónaútgáfunni á Akureyri. Þrjú laganna á þessari plötu og einnig textarnir við þau eru eftir Magnús Eiríksson, sem var sóló guitarleikari í Pónik þegar þetta var hljóðritað. Fjórða lagið og textinn er eftir Karl Hermannsson fyrrverandi söngvara hjá Hljómum.
 
 
NN

Léttur í lundu

breyta
Léttur í lundu ég lagði af stað
Á sömu stundu þér skaut þar að.
Ég bauð þér upp í bílinn
Ég blístraði á skrílinn.
Ég held ég hafi aldrei lent í öðru eins
Léttur í lundu ég lagði af stað.
Á sömu stundu þér skaut þar að.
Ég bauð þér á ball í Stapa
Á því var engu að tapa.
Ég held ég hafi aldrei lent í öðru eins
Gaman er að koma í Keflavík
Kvöldin þar þau eru engin lík.
Í sveitinni þeir eiga engin slík
Léttur í lundu ég lagði af stað
Á sömu stundu þér skaut þar að.
Ég bauð þér á ball í Stapa
Á því var ekki að tapa
Ég held ég hafi aldrei lent í öðru eins .