Búddistasamtökin SGI á Íslandi

(Endurbeint frá SGI á Íslandi)

Búddistasamtökin SGI á Íslandi er skráð trúfélag á Íslandi. Fullt nafn safnaðarins er Soka Gakkai á Íslandi. Söfnuðurinn heyrir undir Soka Gakkai International. Söfnuðurinn aðhyllist japanskan sið mahayanstefnu búddista.[1] Aðaláhersla SGI á Íslandi er friður, menning og menntun.

Söfnuðurinn er virkur í hjálparstarfi. Söfnuðurinn tók þátt í Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti ásamt sjálfboðasamtökunum seeds, Rauða krossinum og þjóðkirkjunni, þann 23. mars 2010.[2] Meðlimir voru 159 árið 2022.

Neðanmálsgreinar

breyta
  1. „Búddadómur á Íslandi“. Trúarbragðavefurinn. Sótt 5. september 2010.[óvirkur tengill]
  2. „Eldri fréttir - Eldhugar tóku þátt í Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti“. Rauði Krossinn. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. júlí 2011. Sótt 5. september 2010.