Söngtríóið Þrír háir tónar (1967)
Söngtríóið Þrír háir tónar er 45-snúninga hljómplata gefin út af Tónaútgáfunni árið 1967. Á henni flytur Söngtríóið Þrír háir tónar fjögur lög. Platan er hljóðrituð í Mono. Ljósmynd og hönnun: Matthías Gestsson Prentun umslags: Valprent hf. Akureyri.
Söngtríóið Þrír háir tónar | |
---|---|
GEOK 258 | |
Flytjandi | Söngtríóið Þrír háir tónar |
Gefin út | 1967 |
Stefna | Dægurlög |
Útgefandi | Tónaútgáfan |
Lagalisti
breyta- Siglum áfram. - lag - texti: Neggetti, Stokey - Friðrik G. Þorleifsson
- Haustljóð - lag - texti: Zulu - Friðrik G. Þorleifsson
- Heimþrá - lag - texti: Brian Wilson - Jóhannes úr Kötlum
- Útilegumenn - - lag - texti: Negetti, Stokey - Friðrik G. Þorleifsson
Textabrot af bakhlið plötuumslags
breytaFyrir um það bil einu ári hófu þrír ungir menn, Arnmundur Backmann, Örn Gústafsson og Friðrik G. Þorleifsson að syngja og leika saman. Arnmundur og Örn leika á guitara og Fridrik á bassa. Þeir félagar fluttu aðallega þjóðlög og ýmis sönglög í léttum dúr. Þá kölluðu þeir sig Rím tríó. Rím tríóið hefur komið fram á skemmtistöðum víða um landið og hvarvetna vakið athygli fyrir samstilltan og góðan söng og skemmtilegt lagaval. Á síðastliðnu hausti var ákveðið ad fá piltana til að syngja og leika inn á hljómplötu. Þá ákváðu þeir að skipta um nafn, nú heita þeir Söngtríóið þrír háir tónar. | ||
— NN
|