Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda

Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda eða SÍF var félag sem stærstu útgerðar- og fiskvinnslufélögin á Íslandi stofnuðu með aðstoð bankanna (Útvegsbankans og Landsbankans) árið 1932 til að koma fastara skipulagi um sölu á saltfiski með það fyrir augum að stöðva verðfall á fiski og reyna að fá verðið upp aftur. Það voru þrjú stærstu útflutningsfyrirtækin Kveldúlfur, Fisksölusambandið og Alliance sem stóðu að SÍF. Félögin skuldbundu sig til að afhenda SÍF allan þann fisk sem þau réðu yfir og reynt skildi að fá fleiri aðila í félagið. SÍF fól fimm manna nefnd að annast sölu á fiskinum en í nefndinni einn aðili frá hverju fyrirtækjanna og einn frá hverjum bankanna en það voru Richard Thors formaður, Ólafur Proppé, Kristján Einarsson og bankastjórarnir Magnús Sigurðsson og Helgi Guðmundsson.

Árið 2006 breytti SÍF nafni sínu í Alfesca sem franska fyrirtækið Lur Berri keypti árið 2012.

Heimild breyta