Söl
Söl (fræðiheiti: Palmaria palmata) er rauðþörungur sem vex neðst í fjörum. Sölin koma í ljós á fjöru. Út frá stofnblöðku vaxa margar minni blöðkur. Söl eru vínrauð á litinn. Söl eru næringarrík og hafa verið notuð til matar í margar aldir á Íslandi.
Söl | ||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Söl
| ||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||
| ||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||
P. palmata (L.) F.Weber og D.Mohr | ||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||
|
Matargerð og söl
breytaSöxuð söl voru notuð í grauta og þá notað jafnt af hvoru bankabygg eða haframjöl. Söl voru einnig notuð í flatbrauð, svonefndar sölvakökur sem voru gerðar úr rúgmjöli og sölvum. Einnig voru búin til sölvabrauð en þá voru söl fyrst soðin í vatni og síðan söxuð smátt og hnoðuð saman við deigið. Sölvabrauð voru lík seyddu rúgbrauði.[1]
Tenglar
breyta- Söl (Hafrannsóknastofnun)