Söguaðferð er aðferð í kennslu sem byggist á að sett er á svið eða mótuð atburðarás með virkri þátttöku nemenda. Nemendur móta persónur og setja sig í þeirra spor. Saga sem getur verið úr raunveruleika eða ævintýri er sviðsett og unnið með hana á ýmsan hátt, oft þannig að viðfangsefni er samþætt mörgum námsgreinum.[1]

Söguaðferðin var upphaflega þróuð í Skotlandi í skoskum kennaraskóla, Jordanhill College í kjölfar skýrslu sem kom út árið 1965 um grunnskólanám í Skotlandi og þörf á breytingum.[2][3]

Tenglar breyta

Tilvísanir breyta

  1. „Íðorðabankinn“. idord.arnastofnun.is. Sótt 18. september 2019.
  2. Storyline : a creative approach to learning and teaching. Mitchell, Peter J.,, McNaughton, Marie Jeanne,. Newcastle upon Tyne, UK. ISBN 9781443894272. OCLC 949668988.
  3. Storyline : past, present & future. Bell, Steve., Harkness, Sallie., White, Graham., University of Strathclyde. Centre for Studies in Enterprise, Career Development and Work., International Storyline Conference (3rd : 2006 : Glasgow, Scotland). Glasgow: Enterprising Careers, University of Strathclyde. 2007. ISBN 9780947649166. OCLC 213074586.