Sólskjálftafræði

Sólskjálftafræði er undirgrein sólfræðinnar, jarðskjálftafræðinnar og stjarneðlisfræðinnar sem fæst við rannsóknir á þrýstingsöldum sem eiga uppruna sinn í sólinni. Þeir sem leggja stund á greinina kallast sólskjálftafræðingar.

Hugmyndin á uppruna sinn í kenningu sem Christian Andreas Doppler setti fram árið 1842 og er nefnd Doppler áhrifin.

Stjarneðlisfræðingar geta með hjálp sólskjálftafræðinnar þróað mjög nákvæmar lýsingar á innri gerð sólarinnar. Fundið var út að ytra iðuhvolf og innra geislunarhvolf sólarinnar snúast á mismunandi hraða sem veldur því að aðalsegulsvið sólarinnar verður til og að iðuhvolfið hefur straumstróka af rafgasi þúsundir kílómetra undir yfirborðinu. Einnig er hægt að nota fræðina til að nema sólbletti sem eru á hliðinni andspænis jörðinni.