Sólskin með vanillubragði

Sólskin með vanillubragði er skáldsaga eftir Guðríði Baldvinsdóttur frá árinu 2019 sem fjallar um um sveitadýrin og lífið í sveitinni.

Söguþráður  

breyta

Sagan byrjar með því að Tindra vaknar um maí morgun og hún á að flytja til Svíþjóðar en hún vill það ekki. Uppáhalds kindin hennar Drottning bar tveimur dauðum lömbum eða það er sem þau halda. Hún bar 3 lömbum eitt lifandi en það var pínu lítið.  svo kemur tölvusjúki frændi Tindru sem heitir Aron Freyr. Það tekur sinn tíma fyrir Aron að venjast sveitinni. Þegar hann er búinn að því lenda Tindra, Aron og Vanilla saman í sveita ævintýrum, til dæmis dettur Aron ofan í skíta kjallarann undir fjárhúsinu og það þurfti að toga hann upp úr honum. Hann var dálítið skítugur.  

Aðalpersónur

breyta

Tindra

breyta

Tindra Sól er aðalpersónan og er að verða ellefu ára. Hún þarf að  flytja til Svíþjóðar en hún vill það ekki.

Vanilla  

breyta

Vanilla er litla forustu gimbrin sem er mikill prakkari. Hún og Tindra eru bestu vinir.

Dalrós  

breyta

Dalrós er amma Tindru og á sauðfjárbú á Vothömrum.

Gauti er frændi Tindru og kemur alltaf til að hjálpa ömmu með sauðburðinn.

Rauðhetta og Lappi

breyta

Rauðhetta er hesturinn hennar Tindru sem hjálpar henni að smala og Lappi er hundurinn þeirra á Vothömrum en hann er samt orðinn dálítið gamall.

Aron Freyr

breyta

Hann er leiðinlegi frændi hennar Tindru og fyrst eru  þau ekki góðir vinir en svo dettur Aron ofan í skítakjallarann og þau verðu vinir.

Þuríður

breyta

Þuríður er mamma Tindru og er í læknanámi í Svíþjóð og hún vill að Tindra komi til sín en Tindra vill það ekki.

Um höfundinn 

breyta

Guðríður Baldvinsdóttir er höfundurinn og er skófræðingur og sauðfjárbóndi í Kelduhverfi. Þetta er fyrsta bókin hennar.