Sjálfsveruhyggja

(Endurbeint frá Sólipsismi)

Sjálfsveruhyggja er sú hugmynd að maður sjálfur sé það eina sem er hægt að þekkja eða sé til.

  • Þekkingarfræðileg sjálfsveruhyggja er sú afstaða að það eina sem er þekkjanlegt sé manns eigin hugur og skynjanir. Hinn ytri heimur er þess vegna ekki þekkjanlegur og er ef til vill ekki til.
  • Frumspekileg sjálfsveruhyggja, stundum nefnd sjálfsveruhughyggja, er sú skoðun að hinn ytri heimur sé ekki til og sé einungis tilbúningur hugans. Frumspekileg sjálfsveruhyggja felur í sér þekkingarfræðilega sjálfsveruhyggju en ekki öfugt.

Tenglar

breyta
  • The Internet Encyclopedia of Philosophy:Solipsism and the Problem of Other Minds
  • „Er sjálfsveruhyggja (sólipsismi) heimspekikenning eða geðbilun?“. Vísindavefurinn.
   Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.