Sólgleraugu eru gleraugu með lituðu gleri, notuð til að deyfa birtu frá sterku sólarljósi. Þau eru einnig notuð sem tískuskart eða til að hylja augu og í sumum tilfellum jafnvel glóðaraugu fyrir öðrum. Sum sólgleraugu vernda augun gegn útfjólublárri geislun sem getur skaðað sjónhimnuna. Fólk sem notar gleraugu að staðaldri geta keypt sólgleraugu með styrk og þá er einnig hægt að setja segul með sólgleri yfir venjuleg gleraugu þannig þau líti út eins og sólgleraugu.

Maður með sólgleraugu

Jöklagleraugu

breyta

Jöklagleraugu eru gleraugu sem fólk notast við í jöklagöngu. Þau eru öflugasta gerð sólgleraugna og hylja jafnframt stærra svæði í kringum augun heldur en hefðbundin sólgleraugu. Þegar farið er í jöklagöngu nægir ekki að vera með hefðbundin sólgeraugu þar sem endurkast sólarljóss á jökli er mun öflugra heldur en í hefðbundnum aðstæðum[1]

Ytri tenglar

breyta

Tilvísanir

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. afstad (20. maí 2020). „Jöklagleraugu eða sólgleraugu?“. Af Stað! (bresk enska). Sótt 14. október 2024.