Sævar Þór Jónsson

Sævar Þór Jónsson, rithöfundur, lögmaður, MBA. breyta

Sævar Þór Jónsson er fæddur í Reykjavík hinn 5. maí 1978. Hann er lögfræðingur að mennt og starfar sem lögmaður á Lögmannsstofunni Sævar Þór & Partners[1]. Hann er höfundur bókarinnar Barnið í Garðinum sem kom út árið 2021. Bókin er byggð á ævi Sævars Þórs og segir frá erfiðum uppvexti og kynferðisofbeldi í æsku[2] en einnig upprisu, þroska og vöxt og hvernig hægt er að vinna úr áföllum. Bókin var tilnefnd til Storytell verðlaunanna árið 2022.

 
[3]Sævar Þór Jónsson

Sævar Þór er af Prest-Högna ætt og á einnig ættir að rekja í Svarfaðardal. Sævar Þór er giftur Lárusi Sigurði Lárussyni og saman eiga þeir soninn Andra Jón.

  1. „Sævar Þór Jónsson“. Lögmannsstofan Sævar Þór & Partners. Sótt 13. júní 2022.
  2. Máni Snær Þorláksson (Október 2021). „Sævar var útilokaður frá eigin fjölskyldu“. Torg ehf. Sótt Maí 2022.
  3. Fasteignasala Sævars Þórs Jónssonar. „Sævar Þór Jónsson“. Fasteignasala Sævars Þórs Jónssonar. Sótt maí 2022.