Sætindagerð
Sætindagerð er sú iðn og list að búa til sætindi en það er fæða sem inniheldur mikið af sykri og kolvetnum. Sætindagerð er almennt skipt í tvo flokka, annars vegar sætabrauðsgerð sem er í höndum bakara og hins vegar sælgætisgerð. Við sætabrauðsgerð er notað hveiti og gerðar sætar bökur, smákökur og ýmiss konar kökur.