Sálfræðileg ánægjuhámörkun
(Endurbeint frá Sálfræðileg nautnahyggja)
Sálfræðileg ánægjuhámörkun eða sálfræðileg nautnahyggja er sú kenning að það sem ræður hegðun fólks sé á endanum eftirsókn eftir ánægju. Hún leitast við að útskýra hvers vegna fólk fær sér að borða, fer ekki í peysuna öfugt, forðast að lenda í slysum og stundar kynlíf, hvort sem það er meðvitað eða ómeðvitað um raunverulegar ástæður þess að það gerir þessa hluti.
Siðfræðileg ánægjuhámörkun, oftast nefnd siðfræðileg nautnahyggja, er stundum rökstudd út frá henni.