Sá Carneiro-flugvöllur

(Endurbeint frá Sá Carneiro flugvöllurinn)

Sá Carneiro-flugvöllur (port. Aeorporto Internacional Dr. Francisco Sá Carneiro) er alþjóðaflugvöllur borgarinnar Porto í Portúgal. Flugvöllurinn er staðsettur um það bil 11 kílómetra frá miðbænum og er þriðji stærsti flugvöllur landsins með tilliti til flugfarþega.

Flugvöllurinn er nefndur í höfuðið á fyrrum forsætisráherra landsins, Francisco Sá Carneiro, sem, eins kaldhæðnislegt og það hljómar, lést í flugslysi á leið til flugvallarins sem síðar hlaut nafn hans.