Ryukyu-mál

(Endurbeint frá Ryukyu-málin)

Ryukyu-mál (琉球語派, Ryūkyū-goha, einnig 琉球諸語, Ryūkyú-shogo eða 島言葉 í Ryukyuan, Shima kutuba, bókstaflega "Eyju Mál"), einnig Lewchewan eða Luchuan, eru frumbyggja tungumál Ryukyu-eyja, suðurhluta japanska eyjaklasans. Ásamt japönsku og Hachijō-málinu mynda þau japönsku tungumálaættina.[1]

Ryukyu-mál
Málsvæði Ryukyu-eyjar
Ætt Japanskt
Kort af ryukyu-málum
Umferðaröryggismerki í Kin, Okinawa skrifað á japönsku (miðju) og Okinawan (til vinstri og hægri).

Þótt japanska sé töluð á Ryukyu-eyjum eru Ryukyu- og japönsk tungumál ekki gagnkvæmlega skiljanleg. Ekki er vitað hversu margir eru eftir sem tala þessi tungumál, en tungumálaskipting í átt að notkun japönskuog mállýskur eins og Okinawönsk-japanska hefur leitt til þess að þessi tungumál eru í útrýmingarhættu; UNESCO flokkaði fjögur af tungumálunum "örugglega í útrýmingarhættu" og tvö önnur "í mikilli útrýmingarhættu".[2]

Flokkun

breyta

Ryukyu-mál tilheyra japönsku tungumálaættini, sem japanska er líka partur af.[3][4] Þau eru ekki gagnkvæmlega skiljanleg japönsku - í raun eru ryukyu-mál ekki einu sinni gagnkvæmar við hvert annað - og eru því yfirleitt talin mismunandi tungumál.[3] Hins vegar, af félagslegum, pólitískum og hugmyndafræðilegum ástæðum, hafa þau oft verið flokkuð innan Japan sem japanskar mállýskur.[3] Frá upphafi síðari heimsstyrjaldarinnar hafa flestir meginlands Japanir litið á ryukyu-mál sem mállýsku eða hóp af japönskum mállýskum.

Staða

breyta
 
Markaðsmerki í Naha, skrifað á okinawönsku (rauð) og japönsku (blá)

Það eru engar manntalsgögn fyrir ryukyu-mál og fjöldi mælenda óþekktur.[3] Árið 2005 var heildarfjöldi íbúa Ryukyu svæðisins 1.452.288, en reiprennandi mælendur eru takmarkaðir við eldri kynslóðir, yfirleitt á 50 ára aldri eða eldri, og þannig ætti raunverulegur fjöldi ryukyu-mælenda að vera mun lægri.[3]

  1. An Introduction to Ryukyuan Languages
  2. „UNESCO Atlas of the World's Languages in danger“. Unesco.org. Sótt 16. mars 2014.
  3. 3,0 3,1 3,2 3,3 3,4 Shimoji, Michinori; Pellard, Thomas (2010). An Introduction to Ryukyuan Languages (PDF). ISBN 978-4-86337-072-2.
  4. Pellard, Thomas (2015). "The Linguistic archeology of the Ryukyu Islands". ISBN 978-1-61451-115-1.