Rosshaf
Rosshaf er hafsvæði í Suður-Íshafi. Það er djúpur fjörður sem gengur inn í sunnanvert Suðurskautslandið milli Viktoríulands og Marie Byrd-lands. Það heitir eftir James Clark Ross sem uppgötvaði það árið 1841. Syðsti hluti hafsins er þakinn Rossísnum.