Rosasít tilheyrir hópi málmsteina og er kopar-, zink- og karbónat steind.

Rosasít

Lýsing

breyta

Blágræn á lit og kemur fyrir sem skán eða hnúður og er þráðótt í brotsári. Hálfgengsætt og með glergljáa.

  • Efnasamsetning: (Cu,Zn)2CO3(OH)2
  • Kristalgerð: Mónóklín
  • Harka: 4-4½
  • Eðlisþyngd: 4-4,2
  • Kleyfni: Góð í eina átt en greinist illa

Myndun og útbreiðsla

breyta

Finnst með koparkís og zinkblendi og þá á jöðrum stórra innskota.

Heimild

breyta
  • Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2
   Þessi jarðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.