Rimini

sveitarfélag í Ítalíu

Rimini er borg í Emilia-Romagna á norður-Ítalíu við Adríahafsströndina. Borgin er vinæll sumarleyfisstaður í Evrópu og hefur verið frá 19. öld. Íbúar eru um 151.000 (2020). Tíberiusar-brúin og Ágústusarboginn eru þekkt söguleg kennileiti borgarinnar. Kvikmyndaleikstjórinn Federico Fellini fæddist í Rimini og heitir flugvöllur borgarinnar eftir honum.

Rimini.