Reykjavík Radíó, Reykjavíkurradíó eða Loftskeytastöð Reykjavíkur var loftskeytastöð til almenningsnota. Hún var opnuð 17. júní 1918. Loftskeytastöðin í Reykjavík átti upphaflega að vera til vara fyrir sæsímann ef sæsímastrengurinn slitnaði en skipaþjónusta varð aðalhlutverk hennar. Stöðin var í fyrstu aðeins opin hluta úr sólarhring og var einn starfmaður Friðbjörn Aðalsteinsson. Árið 1919 er Íslandi úthlutað kennistöfunum TF (eitt langt, tvö stutt, eitt langt og eitt stutt) á Morse-kóða. Kallmerki stöðvarinnar var í fyrstu OXR en fékk síðan heitið TFA. Loftskeytastöðvar voru settar upp á fleiri stöðum en árið 1999 hættu íslensku loftskeytastöðvarnar að nota Morse-kóða og árið 2005 var seinustu loftskeytastöð utan Reykjavíkur lokað og öllum loftskeytastöðvum fjarstýrt frá Reykjavík.

Heimildir breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.