Regnbogagata Seyðisfirði
Regnbogagatan á Seyðisfirði er gatan Bjólfsgata á Seyðisfirði. Gatan liggur frá Hótel Öldunni að Seyðisfjarðarkirkju sem er við enda götunnar. Flestar myndir sem teknar eru af götunni eru teknar í átt að kirkjunni. Gatan er ein mest ljósmyndaða gata á Íslandi. Gatan er verslunargata.
Upphaf Regnbogagötunnar má þakka Margréti Guðjónsdóttur og fleiri Seyðfirðingum sem með sameiginlegu átaki sem hefur orðið að samfélagsverkefni á hverju ári þar sem bæjarbúar og aðrir koma saman og mála götuna. Ein af sérstöðum götunnar eru brotnar hellur sem voru mikil óprýði af áður en gatan var máluð. Bílum var keyrt yfir hellurnar og þær brotnuðu smám saman.