Raunkort
Raunkort sýna fjarlægðir á milli gena og erfðamarka í raunfjölda basa. Þau eru búin til með því að finna lengdir í bösum, kílóbösum og megabösum á milli hluta í erfðamenginu. Þessi hlutir geta verið til dæmis gen, stjórnraðir, skerðiset fyrir skerðiensím og STS (sequence tagged sites).
Genakort og raunkort eru mismunandi, því raunkort lýsa bara röð basa á litningi, en genakortið segir til um fjarlægð í endurröðunareiningum.