Rafmagnsinnstunga
(Endurbeint frá Rafmagnstengill)
Rafmagnsinnstunga (eða rafmagnstengill) er tengi, yfirleitt fest á veggi, sem tengja má við snúru með tilheyrandi kló. Mismunandi spennur eru notaðar á heimsvísu og form innstungna og klóa er líka breytileg eftir löndum. Í flestum löndum er 230 V straumur leiddur til heimila en spennan getur verið svo lítil sem 100 V. Tíðni straumsins er oftast annaðhvort 50 eða 60 Hz. Víða er krafið um að nýjar raflagnir séu jarðtengdar öryggisins vegna.
Á Íslandi eru notaðar innstungur sem samræmast svokallaða Schuko-staðlinum sem er í notkun í flestum Evrópulöndum. Slíkar innstungur taka klóm bæði af týpu C (flötum) og F (kringlóttum með jarðtengingu).