Rafeldsneyti

efnaeldsneyti sem framleitt er með kolefnishlutlausri raforku

Rafeldsneyti er gervieldsneyti sem ætlað er að koma í stað jarðefnaeldnseytis. Það er framleitt með því að nota fangaðan koltvísýring eða kolmónoxíð annars vegar og hins vegar vetni sem unnið er úr vatni með rafgreiningu þar sem notuð er raforka með lítið kolefnisspor, s.s. frá vindorku, sólarorku, vatnsorku og kjarnorku.[1][2]

Rafeldsneyti úr endurnýjanlegri orku gæti komið í stað jarðefnaeldsneytis.

Framleiðsla á rafeldsneyti bindur álíka mikinn koltvísýring úr andrúmsloftinu og losnar við bruna á þessu sama eldsneyti, notkun þess ætti því að vera kolefnishlutlaus. Rafeldsneyti er ein möguleg leið til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá flutningum, sér í lagi þar sem aðrar leiðir til orkuskipta eru ekki tæknilega fýsilegar, s.s. í flugi eða skipaflutningum.[1]

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 „Sustainable synthetic carbon based fuels for transport“ (PDF). royalsociety.org. The Royal Society. september 2019. ISBN 978-1-78252-422-9. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 27. september 2019. Sótt 7. mars 2023.
  2. „Europe's Definition of Green Hydrogen (RFNBO) Adopted into EU Law“. www.kslaw.com (enska). 21. júní 2023.