Rússnesk margföldun

Rússnesk margföldun er aðferð til þess að margfalda tölur saman með einföldum hætti.

Aðferð

breyta

Það fyrsta sem þarf að gera er að skrifa tölurnar sem margfalda á hlið við hlið, til dæmis á blað eða annað sem þykir hentugt og útbúa dálka með línum fyrir neðan þær. Því næst á að helminga töluna sem er hægra megin þangað til eftir stendur talan 1. Niðurstöður eru skrifaðar í dálkinn fyrir neðan upphaflegu töluna. Ef skipta þarf oddatölu í tvennt er alltaf námundað niður, til dæmis ef skipta á tölunni 25 í tvennt er niðurstaðan 12. Talan sem er vinstra megin er tvöfölduð jafn oft og hin var helminguð og niðurstöðurnar skráðar í dálkinn fyrir neðan upphaflegu töluna. Síðan þarf að finna allar sléttu tölurnar í dálknum hægra megin og stroka út þær tölur í vinstri dálknum sem eru í sömu línu og þær. Að lokum eru þær tölur sem eftir standa vinstra megin lagðar saman og útkoman er lausnin á dæminu.

Margföldum saman tölurnar 32 og 25. Skrifum tölurnar með því að útbúa dálka með línum og tvöfalda og helminga samkvæmt reglunni:

32 25
64 12
128 6
256 3
512 1

Því næst er strikað yfir sléttu tölurnar hægra megin og þær tölur vinstra megin sem eru í sömu línu, og tökum tölurnar úr vinstri dálknum sem eru eftir, og leggjum þær saman:

 

Þannig að niðurstaðan er 800.

Notagildi

breyta

Hin hefðbundna aðferð við margföldun er góð og gild og flestir nota hana og eru snöggir að. En til að geta notað hana þarf viðkomandi að kunna skil á margföldun og samlagningu.

Kosturinn við rússneska margföldun að sá sem ætlar að nota hana þarf að aðeins að kunna skil á sléttum tölum og oddatölum, geta helmingað tölur og tvöfaldað þær og lagt saman. Þessi aðferð hentar því vel þeim sem eiga erfitt með að margfalda en eiga auðveldara með að leggja saman.

Tenglar

breyta