Rósamálning
Rósamálning er skreytilist sem varð til sem alþýðulist á Norðurlöndunum á 18. öld undir áhrifum frá rókokóstíl í myndlist. Rósamálning var notuð til að skreyta hluti eins og kistla og skrín og jafnvel stærri húsgögn; kommóður og skápa. Til eru dæmi um rósaskreytingar á stærri flötum eins og viðarklæðningum í kirkjum.
Til eru margir ólíkir stílar rósamálningar og á Norðurlöndunum þróuðust ólíkir stílar eftir héruðum eins og Þelamerkurstíll og Guðbrandsdalsstíll. Í Svíþjóð er þessi skreytilist þekkt sem kurbits eða Dalmálning. Dalahesturinn er skreyttur með rósamálningu.