Rógburður er það þegar einstaklingur notar upplognar sakir til að rægja annan, m.ö.o. heldur einhverju fram til að klekkja á honum. Einstaklingur getur þó kallað orð einhvers rógburð, þó að það sem sagt hafi verið sé allt sannleikanum samkvæmt, en eðli rógburðar er samt sem áður að um lygar sé að ræða. Þegar mönnum finnst að heiðri sínum vegið, hvort sem það er með réttu eða röngu, verður (yfirlýstur) rógburður oft að málaferlum. Álygar eru í þessu sambandi ákæra, einkum ósönn, og fer eftir því hver á heldur og aðstæður eru hvort um álygar sé að ræða eður ei. En sá sem segir kæruna logna kallar hana álygar.

Maður sem stundar rógburð er kallaður rógsmaður. Hér áður fyrr var slíkur maður nefndur bakmælismaður (þ.e. maður sem baktalar annan) eða umlesmaður, en umlestur er rógur eða baktal.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.