Ríkey (listamaður)
Ríkey Ingimundardóttir (fædd 1. júní 1942) er íslenskur myndlistarmaður. Ríkey hefur fengist við margs konar listsköpun þar á meðal grafík, leirlist, leirmótun, skúlptúr, vatnslitamálun, postulín og olíumálverk. Hún hefur haldið fjölda sýninga á Íslandi og víðar.
Hún er einnig þekkt fyrir að hafa dregist inn í Geirfinnsmálið eftir að hafa skapað styttuna Leirfinn.[1]