Í rásafræði er greind og reiknuð út hegðun og eiginleikar rafrása samtengdra íhluta.[1]

Íhlutarnir viðnám, spólur og þéttar mynda upphaflegan grunn passífra linulegra rása.

Spólu má kalla „segulsvið í kubbi“ og þétti má kalla „rafsvið í kubbi.“[2]

Rásafræði spólu og þétta er einföldun á raffræðilegum grunnforsendum, og vel nothæf þegar íhlutirnir eru miklu minni en bylgjulengd þeirrar tíðni sem notuð er. Fari íhlutarnir hinsvegar stækkandi miðað við bylgjulengd, brotnar rásafræði kubbanna smátt og smátt saman og dreifð greining á rafsegulsviðum byggð á jöfnum Maxwell þarf að taka við.

Við í rafrásir bætist að auki aragrúi annarra hluta eins tengivíra, spennugjafa, díóða, transistora, samrása, örgjörva o.fl.

Tilvísanir

breyta
  1. „Network analysis“. Sótt 9. feb. 2021.
  2. „Lumped-element model“. Sótt 9. feb. 2021.