Quonset-braggi
Quonset-braggi er bandarísk gerð af bragga sem byggir á hinum bresku Nissen-bröggum sem framleiddir voru í Bretlandi á tímum fyrri heimstyrjaldarinnar. Milli 150 þúsund til 170 þúsund Quonset-braggar voru framleiddir fyrir bandaríska herinn og seldir til almennings við stríðslok.
Upphaflega voru braggarnir 5 m x 11 m með stálbogum þar sem radíus var 2,4 m. Hliðarnar voru úr bárujárnsplötum og framhlið og bakhlið úr spónaplötum með dyrum og gluggum. Braggarnir voru einangraðir með viðargólfum og voru settir á steyptan grunn eða beint á jarðveg. Einnig voru framleiddar aðrar gerðir og stærðir og voru algengasta 6m x 15 m með 3 m radíus en það þýddi að nýtanlegur gólfflötur varð 67 m² og 1,2 m langt bíslag við báða enda. Aðrar stærðir voru 6 m x 12 m og birgðageymslur sem voru 12 m x 30 m. Quonset braggar frá stríðstímum standa víða ennþá sem útihús í sveitum en einnig sem stríðsminjasöfn.
Tenglar
breyta- History of Quonset Hut Geymt 18 desember 2014 í Wayback Machine
- Quonset Huts
- Quonset Huts Geymt 1 mars 2012 í Wayback Machine
- Quonset Hut Geymt 19 maí 2015 í Wayback Machine
- Quonset Huts, At National Airport, Arlington, Arlington County, VA at the Historic American Buildings Survey