Pump-Pump
Pump-Pump var framlag Finnlands til Söngvakepni Evrópu árið 1976. Lagið var sungið af Fredi sem tók þátt í keppninni árið 1967 og lenti í 12. sæti og fimm vinum hans. Lagið var ellefta lagið sem flutt var á sviðinu og náði sama sæti eða 11. sæti með 44 stig. Pump-Pump þýðir ekkert og þetta var annað sinn sem Finnar reyndu að senda lag sem var með titli sem þýddi ekkert. Hitt lagið var Tom tom tom árið 1973. Síðar áttu þeir eftir að reyna Yamma-yamma og Da da dam. Í textanum, sem sunginn er á ensku, kemur fyrir setning sem er svohljóðandi:
- Let your hip go hippety pump pump
- That's the way we dance till we die.. ay ay ay...[1]
Þessi setning er sú setning sem lýsir titli lagsins mest, þrátt fyrir að hann þýðir ekkert.