Prjónastofan Iðunn

Prjónastofan Iðunn var prjónastofa og verksmiðja sem starfaði frá árinu 1934 til 1988. Viktoría Bjarnadóttir ættuð frá Barðastrandasýslu eignaðist fyrstu prjónavélina árið 1929 og þegar hún fluttist til Reykjavíkur þá vann hún fyrir sér með því að prjóna fyrir fólk og kom sér upp prjónastofu í Lækjargötu og hafði í upphafi eina stúlku í þjónustu sinni en tvær prjónavélar. Hún fluttist svo á Hverfisgötu 4 og síðar á Laugaveg 7. Þegar prjónastofan var fimm ára hafði Viktoría 9 stúlkur í sinni þjónustu og hafði einnig stofnað gólfdreglagerð.

Heimildir breyta