Prins Póló
Prins Póló er súkkulaði frá Póllandi sem notið hefur vinsælda hjá íslenskum neytendum um áratugaskeið. Það er selt undir heitinu Prince Polo í Póllandi og víða annars staðar, en hefur verið selt undir heitinu Siesta í Tékklandi, Slóvakíu og Ungverjalandi.[1]
Saga
breytaSælgætistegundin var kynnt til sögunnar árið 1955 af fyrirtækinu Olza í Cieszyn í sunnanverðu Póllandi. Það varð þegar vinsælt meðal heimamanna og varð snemma útflutningsvara til grannþjóðanna þar sem það hefur haft góða markaðshlutdeild til þessa dags.
Sama ár og varan kom á markað gerðu Íslendingar og Pólverjar vöruskiptasamning, þar sem Pólverjar keyptu fiskafurðir en í staðinn var nauðsynlegt að finna pólskar neysluvörur sem Íslendingum féllu í geð. Heildsala Ásbjörns Ólafssonar tryggði sér umboðið fyrir Prins Póló og snúið var á strangar innflutningsreglur á erlendu sælgæti með því að skilgreina vöruna sem kex.
Þegar best lét átu Íslendingar að meðaltali eitt kíló af Prins Póló á mann á ársgrundvelli, en á árinu 2014 stóð talan í hálfu kílói.[2]
Prins Póló í dægurmenningu
breyta- Hljómsveitin Sumargleðin sendi frá sér lagið Prins Póló, um mann sem étur sælgætið í óhóflegu mæli
- Prins Póló var listmannsnafn Svavars Péturs Eysteinssonar
- Í Kristnihaldi undir jökli lýsir Halldór Laxness Prins Pólói á háðulegan hátt og kallar það vikur sem stökkt hefur verið ofan í súkkulaði