Premiata Forneria Marconi
Premiata Forneria Marconi eða PFM er progrokkhljómsveit frá Ítalíu sem var stofnuð í Mílanó árið 1970. Á 7. áratugnum stofnuðu nokkrir reyndir sessjónhljóðfæraleikarar sem höfðu leikið með mörgum frægum ítölskum tónlistarmönnum eins og Lucio Battisti, Mina, Adriano Celentano og Fabrizio De André hljómsveitina I quelli. PFM varð svo til þegar Mauro Pagani úr hljómsveitinni Dalton bættist við. Hann gat leikið á bæði fiðlu og þverflautu svo hljómsveitin gat fengist við lög eftir King Crimson og Jethro Tull. Fyrsta smáskífan þeirra með laginu „Impressioni di settembre“ náði miklum vinsældum og er talið fyrsta ítalska lagið með hljóðgervli sem sló í gegn. Fyrsta breiðskífa þeirra, Storia di un minuto sló líka í gegn.
Hljómsveitin vakti athygli Emerson, Lake & Palmer á tónleikaferð þeirra um Ítalíu og komst á samning hjá útgáfufyrirtæki þeirra, Manticore Records. Næstu ár gaf hljómsveitin út nokkrar plötur með enskum textum sem sumar náðu þó nokkrum vinsældum. PFM varð þar með fyrsta ítalska rokkhljómsveitin sem náði alþjóðlegri frægð. Hljómsveitin kom reglulega fram í Bandaríkjunum til 1977 og á Ítalíu til 1987. Tíu árum síðar komu nokkrir meðlimir aftur saman og gáfu út konseptplötuna Ulisse. Síðan þá hafa þeir haldið áfram að koma fram og gefa út plötur.
Breiðskífur
breyta- Storia di un minuto (1972)
- Per un amico (1972)
- Photos of Ghosts (1973) (5 lög af Per un amico og eitt af 1 Storia di un minuto)
- L'isola di niente (1974)
- The World Became the World (1974)
- Chocolate Kings (1975)
- Jet Lag (1977)
- Passpartù (1978)
- Suonare Suonare (1980)
- Come ti va in riva alla città (1981)
- PFM? PFM! (1984)
- Miss Baker (1987)
- Ulisse (1997)
- Serendipity (2000)
- Dracula (2005)
- Stati di immaginazione (2006)
- A.D.2010 - La buona novella (2010)
- PFM in Classic – Da Mozart a Celebration (2013)
- Emotional Tattoos (2017)
- I Dreamed of Electric Sheep - Ho sognato pecore elettriche (2021)