Prótínleki
Prótínleki (enska: Proteinuria) er þegar aukið prótín finnst í þvagi. Við prótínleka virðist þvagið froðukennt (þó mun fleiri ásæður geti verið fyrir froðukenndu þvagi) eða nokkurs konar bólstrar sem minna á skýjabólstra sjást í þvaginu. Nýrun sía blóðið, skila úrgangsefnum í þvag en láta efni á borð við prótín og sykur aftur inn í blóðrásina. Séu nýrun undir miklu álagi, eins og til að mynda við háþrýsting, ná þau ekki að sinna hlutverki sínu nægilega vel og þá kemur það fram sem próteinleki.