Svartbambus
Svartbambus;
Phyllostachys nigra[1] var fyrst lýst af Conrad Loddiges, og fékk sitt núverandi nafn af William Munro.
Svartbambus | ||||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||||||||
Sinarundinaria nigra A.H.Lawson |
Eru svartir stönglar einkennandi fyrir hann. Hann var fluttur til Evrópu 1823, sem gerir hann líklega fyrsta bambusinn í Evrópu.[2]
Lýsing
breytaHann hefur stutt rótarskot, svo að plantan er tiltölulega þétt og lítið ágeng. Stönglarnir verða frá 3-10 m háir og 1-4 sm. gildir, uppréttir og slútandi í endana. Þeir verða svartir eftir 2-3 ár. Liðirnir eru hvítleitir, og 25-30 sm á milli þeirra. Lensulaga blöðin eru 4-13 sm löng, dökkgræn.[3][4]
Útbreiðsla og kjörlendi.
breytaNáttúruleg útbreiðsla tegundarinnar er í Hunan héraði í Kína. Hann er hinsvegar ræktaður annarsstaðar í landinu og mörgum öðrum löndum. [5]
Kjörlendi hans er í opnum skógum í hlíðum og dölum upp í 1100 - 1200 m. hæð yfir sjávarmáli.
Hann þolir að -22°C[6]
Notkun
breytaSvartbambus er ræktaður til skrauts. Ungir sprotar eru ætir, en ekki bragðgóðir.[2]
Undirtegundir:
breytaÞað eru að minnsta kosti fimm undirtegundir þekktar.[5]
. Phyllostachys nigra var nigra. Mislitur með græna stöngla í fyrstu, rauðbrúnn til brúnn og svo svartir.
. Phyllostachys nigra var henonis:. Með grænum stönglum.
. Phyllostachys nigra var Boryana: Í upphafi með græna stöngla sem mynda svo svarta bletti.
. Phyllostachys nigra var megurochiku: Með grænum stönglum og svartri rás.
. Phyllostachys nigra var Mejiro: Svartir stönglar með gulri rás.
Gallerí
breytaHeimildir
breyta- ↑ Munro, 1868 In: Trans. Linn. Soc. London 26: 38
- ↑ 2,0 2,1 Crouzet, Colin: Bambus, S. 62
- ↑ Roloff et al.: Flora der Gehölze, S. 695
- ↑ „Phyllostachys nigra“. 13. nóvember 2010.
- ↑ 5,0 5,1 http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=200025925 Geymt 24 september 2015 í Wayback Machine
- ↑ http://bambus-wissen.de/bambus/?s=nigra