Persius, fullu nafni Aulus Persius Flaccus, (34 – 62) var rómverskt skáld af etrúrskum ættum. Í kvæðum hans er að finna beitta ádeilu á samtímamenn Persiusar. Kvæði hans nutu mikilla vinsælda á miðöldum.