Patagóníu hokinhali

Patagóníu hokinhali (fræðiheiti: Macruronus magellanicus) er fiskur af lýsingaætt. Innan ættarinnar eru fimm ættkvíslir[hverjir?]: Merlucciidae. Patagóníu hokinhali er innan ætthvíslarinnar Macruronus: Merlucciidae en innan hennar eru fjórar tegundir: Macruronus capensis ,Macruronus maderensis, Macruronus magellanicus og Macruronus novaezelandiae.

Patagóníu hokinhali

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geislauggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Þorskfiskar (Gadiformes)
Ætt: Lýsingaætt (Merlucciidae)
Ættkvísl: Hokinhali (Macruronus)
Einkennistegund
Macruronus magellanicus

Lönnberg, 1907

Flokkun

Merlucciidae 
 Macruronus 

Macruronus capensis

Macruronus maderensis

Macruronus magellanicus

Macruronus novaezelandiae

Lyconodes

Lyconus

Merluccius

Steindachneria

Lýsing

breyta

Patagóníu hokinhali er djúpsjávarfiskur sem er langur og mjóvaxinn. Hausinn er sterkbyggður og augun tiltölulega stór. Kjafturinn er víður og neðri kjálkinn örlítið skásettur. Bakuggarnir eru tveir, sá fremri stuttur og sá aftari langur. Fremri bakugginn byrjar rétt aftan við rætur eyruggans. Aftari bakugginn er langur og rennur saman við sporð og raufarugga. Eyruggarnir og kviðuggarnir eru frekar stuttir og staðsettir á brjóstholsvæðinu. Patagóníu hokinhali er dökkblár að ofan en ljósari á hliðum og kvið [1]. Hann hefur mælst lengstur 117 cm en algengast er að hann sé 70-90 cm. Elsti Patagóníu hokinhalinn sem hefur veiðst var 19 ára og sá þyngsti 5 kg [2].

Lifnaðarhættir og búsvæði

breyta

Patagóníu hokinhali lifir í Suðaustur-Kyrrahafi og Suðvestur-Atlantshafi, aðallega suður af Síle og Argentínu. Tegundin heldur sig í torfum á ystu mörkum landgrunnsins á 50-500 metra dýpi og flyst norður fyrir á veturna en suður fyrir á vorin. Patagoníu hokinhali lifir í tempruðum sjó en kjörhitastig sjávarins er á bilinu 4,5 – 9,7 °C. Patagóníu hokinhali nærist aðallega á smáum fisk eins og síld og ansjósu en einnig á lampaglyrnum, ljósátu, smokkfisk og marflóm [3]. Hrygningartímabilið er frá júní – ágúst sem er hávetur í Suður-Ameríku. Hrygningin á sér stað í grynnri sjó eða á um 100 metra dýpi. Helsta hrygningarsvæði Patagóníu hokinhala er í San Matias flóa við Argentínu. Hrygningarstofninn inniheldur fiska sem eru 30 cm eða lengri, mældir frá efri kjálka að endaþarmsopi [4].

 
Argentína og Síle

Veiðar og markaðir

breyta

Patagóníu hokinhali er aðallega veiddur með botntrollum á stórum togurum en einnig með flottrollum miðsævis. Í Argentínu mega togarar ekki nota net með minni möskvastærð en 120 mm. Helstu veiðistaðirnir eru suður af Síle og Argentínu [5]. Síle og Argentína yfirburða aflahæstu þjóðirnar. Árið 2021 var heildar heimsafli á Patagoníu hokinhala 36.842 tonn. Þar af var Argentína með 26.899 tonn og Síle með 7.534 tonn [6].

Veiðar á tegundinni virðast vera í sögulegri lægð en árið 2021 voru aðeins 36.842 tonn veidd á heimsvísu samkvæmt gögnum frá FAO. Aflahæsta veiðiárið var 1998 en þá voru 473.910 tonn veidd af tegundinni [7].

Neysla á Patagóníu hokinhala er lítil í Argentínu og meiri hluti aflans fluttur úr landi. Fiskurinn er oftast frystur um borð en sum skip framleiða surimi úr honum um borð. Surimi sem er framleitt úr fisknum er aðallega selt á Japanskan markað [8]. Patagoníu hokinhali er einnig unnin og seldur ferskur, frosin og sem fiskimjöl. Tegundin tilheyrir miðlungs verðflokki [9]. Unnið er að því að betrumbæta vísindalegar rannsóknir á fisktegundinni til þess rannsaka stofnstærðina og áhrif sem botntroll geta haft á hafsbotninn. Þessar rannsóknir eru gerðar til þess að tryggja að aflamagn og veiðar verði sjálfbærar til lengri tíma [10].

Heimildir

breyta
  1. Conxemar, e.d.
  2. FishBase, e.d.
  3. FishBase, e.d.
  4. FAO, 2024
  5. Marine Stewardship Council, e.d.
  6. FAO, 2021
  7. FAO, 2021
  8. Marine Stewardship Council, e.d.
  9. FishBase, e.d.
  10. Marine Stewardship Council, e.d.