Gráspör
Gráspör (fræðiheiti: Passer domesticus) er fugl af spörvaætt. Hann er upprunninn í Evrópu og hluta Asíu en hefur nú breiðst um mest allan heim með landnámi Evrópuþjóða um allan heim á liðnum öldum. En evrópubúar hafa flutt hann til annarra landa þar sem þeir hafa sest að, sérstaklega sem vörn gegn meindýrum, en hann étur mikið af skordýrum sem teljast til meindýra. Gráspör er einkennisfugl borga og bæja um heiminn.
Gráspör | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Passer domesticus (Linnaeus, 1758) |
Gráspör sást fyrst á Íslandi 1959 en þá varp eitt par í Reykjavík og einnig fannst varp 1961 í Vestmanneyjum. Í báðum þessum tilvikum var fuglunum eytt að kröfu yfirvalda og eftir ábendingu frá Fuglafriðunarnefnd og var það til að koma í veg fyrir fjölgun hérna. Gráspör verpir eingöngu við mannabústaði í holum og glufum á byggingum. Hann er staðfugl á Íslandi. Varpið hefst um miðjan maí en fuglinn getur verpt tvisvar eða þrisvar á sumri. Eggin eru 6-8 og þau ungast út á 10-12 dögum og verða ungarnir fleygir á innan við tveimur vikum. Gráspör er frææta en étur einnig skordýr.
Gráspör er friðaður á Íslandi.
Tenglar
breyta- Gráspör (Fuglavefurinn) Geymt 17 apríl 2016 í Wayback Machine