Parísaryfirlýsing OER 2012
Hér er að finna íslenska þýðingu á Parísaryfirlýsingu OER frá árinu 2012
Formáli
breytaAlþjóðlega OER ráðstefnan var haldin í UNESCO, París, 20-22 júní 2012, hugað var að viðeigandi alþjóðlegum yfirlýsingum:
- Alþjóðlega mannréttindayfirlýsingin (26.1 gr.), þar sem segir að “Allir eiga rétt á menntun”.
- Alþjóðlegi samningurinn um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi (13.1 gr.), sem kveður á um “rétt allra til menntunar”.
- Bernarsáttmálann frá 1971 til verndunar á bókmenntun og listaverkum og WIPO höfundaréttar sáttmálanum frá 1996.
- Þúsaldaryfirlýsingin og Dakar rammaáætlunin frá 2000, sem gerði alþjóðlegar skuldbindingar til að veita góða grunnmenntun fyrir öll börn, unglinga og fullorðna.
- Alþjóðlegi leiðtogafundurinn um upplýsingasamfélagið frá árinu 2003, yfirlýsing um lögmál til að byggja upp mannúðlegt, náið og þroskandi upplýsingasamfélag þar sem allir geta búið til aðgang, sótt og deilt upplýsingum og þekkingu.
- UNESCO ráðleggingar frá árinu 2003 varðandi kynningu og notkun fjöltyngi og almennan aðgang að netsvæðum.
- Samning UNESCO frá árinu 2005 um vernd og stuðning við fjölbreytileg og menningarleg tjáningarform, þar segir “sanngjarn aðgangur að ríkulegum og fjölbreytilegum menningarlegum tjáningaformum frá öllum heimshornum og aðgang menningasamfélaga að þeim aðferðum sem tjáning og miðlun mynda mikilvæga þætti til þess að auka menningarlega fjölbreytni og hvetja gagnkvæman skilning”.
- Samning frá árinu 2006 um réttindi fólks með fötlun (24 gr.), sem viðurkennir réttindi einstaklinga með fötlun til náms.
- Yfirlýsing um sex alþjóðlegar ráðstefnur um fullorðinsfræðslu (CONFINTEA). Ráðstefnurnar leggja áherslu á grundvallarhlutverk fullorðinsfræðslu og menntunar.
Leggja áherslu á að hugtakið OER sem búið var til á UNESCO ráðstefnunni árið 2002 um opin námskeiðsgögn kennslu-, lærdóms- og rannsóknarefni í hvers konar miðli, stafrænum eða öðrum, sem staðsettur er á opnu léni eða hefur verið gefið út á opnu leyfi sem býður uppá ókeypis aðgang, notkun, aðlögun og endurdreifingu af öðrum án allra takmarkana. Opið leyfi er byggt inn í núverandi ramma hugverkarétts eins og hann er skilgreindur í viðeigandi alþjóðasamningum og styður við höfundaskráningu vinnunnar.
Minnast núverandi yfirlýsingum og leiðbeiningum um OER eins og til dæmis Cape Town yfirlýsingunni frá árinu 2007 um opið nám, Dakar yfirlýsingunni frá árinu 2009 um “opna möguleika í námi” og Samveldið frá árinu 2011 um náms og leiðbeiningar UNESCO um OER í námi á hærri námsstigum.
Athyglisvert þykir að OER stuðlar að markmiðum alþjóðlegu yfirlýsingarinnar sem vitnað er í hér að ofan.
Mælir með að ríkið, innan þeirra getu- og valdasviðs:
- Stuðli að skilning og notkun á OER.
- Stuðli að og nota OER til að auka aðgengi að námi á öllum stigum, bæði formlega og óformlega, í samhengi við símenntun, og stuðla þannig að félagslegri aðlögun, kynjajafnrétti og sérkennslu. Bæta þannig hagkvæmni og gæði kennslu og náms með meiri notkun á OER.
- Auðveldi notkun á upplýsinga- og fjarskiptatækni.
- Brúi stafræna bilið með því að þróa sterkari innviði, einkum og sér í lagi, ódýrari breiðbandstengingar, útbreiddari farsímatækni og áræðanlegri raforkugjafa. Bæta fjölmiðla og upplýsingalæsi ásamt því að stuðla að þróun og notkun á OER á opnum stafrænum formum.
- Styrki þróun aðferða og stefnu OER.
- Stuðli að þróun sérstakra stefna um framleiðslu og notkun á OER innan dreifðari aðferða til hærri menntunar.
- Stuðli að skilning og notkun opinna leyfa
- Aðveld endurnotkun, endurskoðun, endurblöndun og dreifingu námsgagna um allan heim í gegnum opin leyfi, sem vísar til úrvals ramma sem leyfa mismunandi notkun, en virða réttindi hvers handhafa höfundarréttar.
- Styrki við uppbyggingu fyrir sjálfbæra þróun á gæðum námsefnisins.
- Styrki við stofnanir, þjálfi og hvetji kennara og aðra starfsmenn til að framleiða og deila hágæða opnu námsefni, að teknu tilliti til staðbundinna þarfa og fjölbreytileika nemanda. Efla gæðatryggingu og jafningjarýni á OER. Hvetja til þróunar á aðferðum við mat og vottun lærdóms náð í gegnum OER.
- Stefnumótandi samstarf fyrir OER.
- Nýti vaxandi tækni til að skapa tækifæri til að deila efni sem gefið hefur verið út undir opnu leyfi á fjölbreyttum fjölmiðlum og tryggja sjálfbærni í nýju stefnumótandi samstarfi innan og á milli mennta-, iðnaðar-, bóka-, fjölmiðla- og fjarskiptageira.
- Stuðli að þróun og aðlögun OER í ýmis tungumál og menningarheima.
- Greiði fyrir framleiðslu og notkun OER í staðbundnum tungumálum og fjölbreyttu menningarlegu samhengi að tryggja mikilvægi þeirra og aðgengi. Milliríkjastofnanir ættu að ýta undir deilingu á OER yfir á sem flest tungumál og menningarheima, virða frumlega þekkingu og réttindi.
- Styðji við rannsóknir á OER.
- Stundi rannsóknir á þróun, notkun, mati og endurskrifum á OER sem og þeim tækifærum og áskorunum sem þeir kynna, áhrif þeirra á gæði og hagkvæmni af kennslu og námi í því skyni að styrkja þekkingargrunn fyrir opinberri fjárfestingu í OER.
- Auðveldi aðgengi á OER.
- Hvetji til þróunar á notendavænu verkfæri til að finna og sækja OER sem eru sértæk og viðeigandi að sérstökum þörfum. Samþykkja viðeigandi opna staðla til að tryggja rekstrarsamhæfi og til að auðvelda notkun á OER í fjölbreyttum fjölmiðlum.
- Hvetji til opinar leyfisveitingu á námsefni fyrir opinbert fé.
- Stjórnvöld/bæjaryfirvöld geta búið til umtalsverðan ávinning fyrir sína borgara með því að tryggja að fræðsluefnið sé þróað með opinberu fé og veitt með opnum leyfum (með öllum þeim takmörkunum sem þeir telja nauðsynlegar) í því skyni að hámarka áhrif fjárfestingarinnar.
Ytri tenglar
breytaHeimildir
breytaUNESCO. (2012, 20.-22. júní). 2012 Paris OER Declaration. Sótt af http://www.unesco.org/new/fileadmin/MULTIMEDIA/HQ/CI/WPFD2009/English_Declaration.html