Deplasól

(Endurbeint frá Papaver rhoeas)

Deplasól (fræðiheiti: Papaver rhoeas) vex ökrum í Evrasíu og víðar.[1] Hún er einær, með stórum rauðum blómum á enda loðins stönguls uppúr hvirfingu mjórra, fjaðurskiftra grænna blaða. Hún blómstrar mest allt sumarið og getur sáð sér allnokkuð.

Deplasól

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Sóleyjabálkur (Ranunculales)
Ætt: Draumsóleyjaætt (Papaveraceae)
Ættkvísl: Papaver
Tegund:
P. rhoeas

Tvínefni
Papaver rhoeas
L.

Ræktun breyta

Deplasól kann best við léttann, vel framræstan jarðveg og sól. Deplasól eins og flestir valmúar er með mjög smá fræ og langa stólparót sem þolir illa flutning.[2] Hún er oft notuð í svonefndar villiblómablöndur, en afbrigði með ýmsan blómalit eru einnig ræktuð í görðum.

Tilvísanir breyta

  1. „Papaver rhoeas L. | Plants of the World Online | Kew Science“. Plants of the World Online (enska). Sótt 4. janúar 2024.
  2. Hólmfríður Á. Sigurðardóttir (1995) Garðblómabókin (Íslenska Bókaútgáfan; ISBN 9979-877-03-0) bls 123
   Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.