Söl (fræðiheiti: Palmaria palmata) er rauðþörungur sem vex neðst í fjörum. Sölin koma í ljós á fjöru. Út frá stofnblöðku vaxa margar minni blöðkur. Söl eru vínrauð á litinn. Söl eru næringarrík og hafa verið notuð til matar í margar aldir á Íslandi.

Söl
Söl
Söl
Vísindaleg flokkun
Fylking: Rauðþörungar (Rhodophyta)
Flokkur: Florideophyceae
Ættbálkur: Palmariales
Ætt: Palmariaceae
Ættkvísl: Palmaria
Tegund:
Palmaria palmata

Tvínefni
P. palmata
(L.) F.Weber og D.Mohr
Samheiti
  • Ceramium palmatum (Linnaeus) Stackhouse, 1797
  • Delesseria palmata (Linnaeus) J.V.Lamouroux, 1813
  • Delesseria sobolifera (M.Vahl) J.V.Lamouroux, 1813
  • Fucus bullatus O.F.Müller, 1777
  • Fucus caprinus (Gunnerus) Vahl, 1794
  • Fucus delicatulus (Gunnerus) Vahl, 1797
  • Fucus dulcis S.G.Gmelin, 1768
  • Fucus foliaceus Ström, 1788
  • Fucus ovinus Gunnerus, 1766
  • Fucus palmatus Linnaeus, 1753
  • Fucus rubens Esper, 1799
  • Fucus rubescens Sommerfelt, 1826
  • Fucus sarniensis Roth, 1806
  • Fucus soboliferus M.Vahl, 1792
  • Halymenia palmata (Linnaeus) C.Agardh, 1817
  • Halymenia sobolifera (M.Vahl) C.Agardh, 1817
  • Palmaria expansa Stackhouse, 1809
  • Palmaria lanceolata Stackhouse, 1809
  • Rhodymenia palmata (Linnaeus) Greville, 1830
  • Rhodymenia sobolifera (M.Vahl) Greville, 1830
  • Sphaerococcus palmatus (Linnaeus) Wahlenberg, 1826
  • Sphaerococcus sarniensis (Roth) C.Agardh, 1817
  • Sphaerococcus soboliferus (M.Vahl) Kützing, 1843
  • Ulva caprina Gunnerus, 1772
  • Ulva delicatula Gunnerus, 1772
  • Ulva palmata (Linnaeus) Withering, 1796
  • Ulva sobolifera (M.Vahl) Lyngbye, 1819

Matargerð og söl

breyta

Söxuð söl voru notuð í grauta og þá notað jafnt af hvoru bankabygg eða haframjöl. Söl voru einnig notuð í flatbrauð, svonefndar sölvakökur sem voru gerðar úr rúgmjöli og sölvum. Einnig voru búin til sölvabrauð en þá voru söl fyrst soðin í vatni og síðan söxuð smátt og hnoðuð saman við deigið. Sölvabrauð voru lík seyddu rúgbrauði.[1]

Tenglar

breyta
  • Söl (Hafrannsóknastofnun)

Tilvísanir

breyta
  1. Bændablaðið 13.11.1996