Oxford Circus
Oxford Circus eru gatnamót í West End í London, þar sem Oxford Street og Regent Street mætast. Oxford Circus-neðanjarðarlestarstöðin er undir gatnamótunum.
Gatnamótin voru byggð upp í byrjun 19. aldar og hönnuð af John Nash. Gatnamótunum var breytt árið 2009 í X-gatnamót eins og í Shibuya í Tókýó, þannig að vegfarendur geta gengið á ská yfir gatnamótin. Nýju gatnamótin voru opnuð í byrjun nóvember.
Minjasafn um tónskáldið Georg Friedrich Händel er þar rétt hjá.