Os Lusíadas
Os Lusíadas (í þýðingu Lúsitaníumennirnir, eða Íbúar Lúsitaníu) er ljóðabálkur sem talinn er eitt af höfuðverkum portúgalskra bókmennta. Hann var skrifaður af Luís de Camões, var fyrst prentaður árið 1572 og fjallar um portúgölsku landafundina á 14. – 17. öld.[1]
Það tók höfundinn um 30 ár að skrifa ljóðabálkinn.
Camões las ljóðabálkinn fyrir Sebastian, konung Portúgals, sem varð svo uppnæmur að hann varð staðráðnari en fyrr í að leggja í krossferð, sem að endingu kostaði hann lífið.