Orrustan við Stångebro
Orrustan við Stångebro var orrusta sem háð var við Stångebro fyrir utan Linköping í Svíþjóð þann 25. september 1598, milli Karls hertoga (síðar Karl 9.) og Sigmunds 3., konungs Svíþjóðar og Póllands og var þessi orrusta hluti af stríðinu gegn Sigmundi.
Í þessari orrustu sigraði tólfþúsund manna her Svía hinn pólska og Sigmundur 3. flúði til Póllands. Margir aðalsmenn sem stóðu með Sigmundi voru handsamaðir og síðar líflátnir í blóðbaðinu í Linköping.
Þessi Svíþjóðargrein sem tengist sögu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.