The Open University

(Endurbeint frá Opni háskólinn)

The Open University er breskur ríkisháskóli sem sérhæfir sig í fjarnámi. Háskólinn er stærsti grunnnámsháskóli Bretlands. Hann var stofnaður árið 1969 í stjórnartíð Breska verkamannaflokksins í þeim tilgangi að auka aðgengi almennings að háskólamenntun. Hann hóf starfsemi árið 1971 í fyrrum myndverum BBC, Alexandra Palace í Norður-London. Stjórnarsetur skólans er í Milton Keynes í Buckinghamshire og víðar um Bretland.

Ein af byggingum háskólans í Milton Keynes.

Langflestir nemendur í grunnnámi stunda námið utan skólans. Hluti af námskeiðum skólans er í boði um allan heim. Háskólinn er stærsta háskólastofnun Bretlands og ein sú stærsta í Evrópu með yfir 174.000 nemendur.

Tenglar

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.